spot_img
HomeFréttirÍsland í 12. sæti á Evrópumótinu

Ísland í 12. sæti á Evrópumótinu

 

Undir 20 ára lið Íslands lauk keppni í dag í Evrópumótinu í Oradea í Rúmeníu með tapi fyrir Danmörku, 56-74. Íslenska liðið endaði því í 12. sæti mótsins.

 

Þð má segja að leikur dagsins hafi verið spennandi þrjá fyrstu fjórðungana. Í hálfleik leiddi Danmörk með 6 stigum, 35-29 og fyrir lokaleikhlutann var munurinn aðeins 4 stig, 51-47. Í honum gekk þó lítið upp hjá íslenska liðinu, sem tapaði að lokum með 18 stigum, 56-74.

 

Atkvæðamest í íslenska liðinu var Thelma Ágústsdóttir, en hún skoraði 14 stig og tók 13 fráköst á þeim 36 mínútum sem hún spilaði.

 

Tölfræði leiks

 

Upptaka af leiknum:

Fréttir
- Auglýsing -