Undir 20 ára kvennalið Íslands mátti þola tap fyrir Úkraínu í úrslitaleik um 11. sætið á Evrópumótinu í Makedóníu, 72-55.
Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Tinna Alexandersdóttir með 19 stig, 6 fráköst og Elíasabeth Ægisdóttir bætti við 12 stigum og 13 fráköstum.
Tólfta sætið því niðurstaða Evrópumótsins þetta árið, en í heild vann liðið þrjá leiki og tapaði fjórum leikjum.