Undir 16 ára stúlknalið Íslands lauk leik í dag á Evrópumótinu í Istanbúl í Tyrklandi.
Lokaleik tapaði liðið fyrir Grikklandi í spennuleik, 77-75, en hann var upp á 9. sæti mótsins. Niðurstaðan var því 10. sætið þetta árið.
Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Arna Rún Eyþórsdóttir með 23 stig og 8 fráköst. Henni næst var Berglind Katla Hlynsdóttir með 17 stig, 9 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta.
Að móti loknu var valið í 5 leikmanna úrvalslið mótsins og var Berglind Katla ein þeirra sem valin var. Berglind var gífurlega öflug fyrir Ísland á mótinu og leiddi liðið í öllum tölfræðiþáttum að meðaltali í leik. Árangur sem er ekki síst merkilegur í ljósi þess að hún er ári yngri en næstum allar sem hún var að spila við á mótinu og verður hún því líklega aftur með undir 16 ára liðinu næsta sumar.
Upptaka af leiknum



