Íslenska landsliðið undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir komu Hollendinga til landsins en þjóðirnar mætast í æfingaleikjum dagana 7. og 9. ágúst næstkomandi. Miðasala er hafin á tix.is
Fyrri leikurinn fer fram í Þorlákshöfn þann 7. ágúst kl. 19:15 en seinni leikurinn þann 9. ágúst kl. 16:00 í Laugardalshöll.
Mynd/ Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu eru komnir á fullt í undirbúningi sínum fyrir stærsta landsliðssumar í sögu íslensks körfuknattleiks.




