spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Ísland hefur leik í undankeppni EuroBasket 2025 í Laugardalshöllinni í kvöld

Ísland hefur leik í undankeppni EuroBasket 2025 í Laugardalshöllinni í kvöld

Ísland hefur leik í undankeppni EuroBasket 2025 með leik kl. 19:30 gegn Ungverjalandi í Laugardalshöll í kvöld. Leikurinn er fyrri tveggja sem fram fara í þessum fyrsta glugga keppninnar, en sá seinni er komandi sunnudag 25. febrúar gegn Tyrklandi í Istanbúl. Uppselt hefur verið í einhvern tíma á leik kvöldsins, en hann, líkt og leikurinn á sunnudag, mun vera í beinni útsendingu á RÚV.

Hérna er heimasíða mótsins

Ísland er í fjögurra liða riðil í undankeppninni, þar sem að efstu þrjú liðin fara áfram á lokamótið. Ásamt Íslandi og Ungverjalandi eru í riðlinum sterkar þjóðir Ítalíu og Tyrklands. Hvernig sem leikir gegn þeim þjóðum fara er ljóst að Ísland þarf líklega að ná í góð úrslit gegn Ungverjalandi ætli þeir sér að komast áfram, en leikið er heima og heiman gegn öllum liðunum.

Sæti á Evrópulista FIBA

Ítalía 8. sæti

Tyrkland 15. sæti

Ungverjaland 21. sæti

Ísland 24. sæti

Leikir undankeppni EuroBasket 2025

Ungverjaland (heima) – 22.02.24

Tyrkland (úti) – 25.02.24

Ítalía (heima) – 22.11.24

Ítalía (úti) – 25.11.24

Ungverjaland (úti) – 20.02.25

Tyrkland (heima) – 23.02.25

Fréttir
- Auglýsing -