Allir leikir mótsins verða í beinni tölfræðilýsingu og verður hún aðgengileg á www.kki.is eins og vanalega og/eða á www.basket.se, en norðurlöndin nota sama kerfi og Ísland frá SmartStatt MBT í Litháen.
Næsti leikur liðsins verður svo á morgun sunnudag þegar Ísland mætir Finnum kl. 14.00 að íslenskum tíma.
Leikjadagskrá Íslands:íslenskur tími
Ísland · Svíþjóð kl. 16.15 í dag
Ísland · Finnland kl. 14.00 á morgun sunnudag
Ísland · Danmörk kl. 18.15 á mánudaginn
Ísland · Noregur kl. 16.00 á miðvikudaginn
Á kki.is má finna skemmtilega kynningar á öllum leikmönnum Íslands og á Facebook má finna fróðleik um mótið sjálft.



