9:58
{mosimage}
Gömul mynd af liði Andorra
Ísland leikur sinn fyrsta leik á Smáþjóðaleikunum í Monako í dag þegar liðið mætir Andorra klukkan 13:30 að íslenskum tíma.
Þjóðirnar hafa mæst 9 sinnum og hafa Íslendingar sigrað 8 sinnum, Andorramenn sigruðu í fyrsta skipti sem þjóðirnar mættust, á Smáþjóðaleikunum á Kýpur árið 1989. Undanfarna Smáþjóðaleika hafa sigrar Íslands orðið stærri og stærri og var sá stærsti í Kópavogi 1997, 117-77. Á Möltu fyrir 4 árum vann Ísland 108-72.
Mynd: www.fibaeurope.com



