spot_img
HomeFréttirÍsland góður "stökkpallur"

Ísland góður “stökkpallur”

 Woudstra
 Brandon Woudstra í leik með Leverkusen á síðasta tímabili

Brandon Woudstra hefur samið að nýju við lið Bayer Leverkusen í þýsku Bundesliga. Brandon spilaði með líðinu síðasta tímabil og stóð sig einkar vel. Piltur skoraði að meðaltali 17 stig á leik og þykir það afar gott í svo sterkri deild sem þýska deildin er. Brandon hóf sinn atvinnumanna feril einmitt hér á Íslandi með liði Njarðvíkur. Þaðan fór hann og spilaði í Hollandi með Woon Aris (sama lið og Hlynur og Siggi Þorvalds) og varð þar stigahæsti leikmaður deildarinnar. Þaðan var hann svo fengin til Leverkusen sem hann hefur svo sannarlega stimplað sig vel inn.

Þetta er aðeins eitt af mörgum dæmum um hversu góður "stökkpallur" Ísland er fyrir þá erlendu leikmenn sem hingað koma en aðrir sem hafa farið áfram til Evrópu og gert góða hluti eru menn eins og Calvin Davis, Nick Bradford, Shawn Meyers og líklegt þykir að A.J. Moye sem spilað með Keflvíkingum á síðasta ári semji í Evrópu á næstunni þ.e.a.s. ef hann hefur nú ekki þegar samið.

Fréttir
- Auglýsing -