spot_img
HomeFréttirÍsland gæti orðið félagi Finna

Ísland gæti orðið félagi Finna

Ísland hefur sóst eftir því að vera félagi Finnlands á Evrópumótinu í körfubolta á næsta ári en riðlarnir fjórir verða spilaðir í Finnlandi, Tyrklandi, Rúmeníu og Ísrael. Þjóðirnar fjórar sem hýsa riðlana mega velja sér eina samstarfsþjóð í riðilinn til sín og tekur sú þjóð þátt í skipulagningu og yrði samstarfsaðili heimaþjóðarinnar.

Finnland er sennilegast fýsilegasti kosturinn fyrir Ísland hvað varðar fjarlægð en Rúmenía kemur sennilega ekki til greina þar sem líklegt er að þeir verði í sama styrkleikaflokki og Ísland.

Ekki skemmir fyrir að 2. september spilar Finnland við Ísland í undankeppni HM 2018 í fótbolta en Eurobasket 2017 hefst 31. ágúst. Miðað við vinsældir knattspyrnuliðsins yrði það fýsilegur kostur fyrir Íslendinga að geta séð bæði körfuknattleikslandsliðið á lokamóti og knattspyrnulandsliðið í undankeppni HM.

Á heimasíðu Vísis má finna viðtal við Hannes S. Jónsson, formann KKÍ,  sem og Ari Tammivaara, hjá finnska sambandinu.   

Fréttir
- Auglýsing -