spot_img
HomeFréttirÍsland-Finnland U 18 í beinni á Karfan.is

Ísland-Finnland U 18 í beinni á Karfan.is

18:39
{mosimage}

 

(Eggert Baldvinsson) 

 

Eggert Baldvinsson sjónvarpsstjóri Karfan.is hefur komið sér makindalega fyrir í Solnahallen og hefur náð sambandi við veraldarvefinn. Hann mun sýna beint frá leik Íslands og Finnlands í karlaflokki U 18 ára.

 

Leikurinn hefst kl. 21:00 hér í Svíþjóð eða á slaginu 19:00 að íslenskum tíma. Á sama tíma mætast Ísland og Danmörk í U 18 ára kvenna og munum við flytja fréttir af báðum leikjum.

 

Eggert mun lýsa leiknum og vonandi tekst okkur að fá þjálfara og leikmenn í viðtöl eins fljótt og auðið er. Einar Árni Jóhannsson þjálfari úrvalsdeildarliðs Breiðabliks og þjálfari U 16 ára liðs karla verður Eggerti innan handar í útsendingunni.

 

Smellið hér til að komast á útsendingarsíðuna

Fréttir
- Auglýsing -