spot_img
HomeFréttirÍsland endar í 6. sæti

Ísland endar í 6. sæti

Undir 16 ára lið drengja leikur þessa dagana  á Evrópumótinu í Sarajevo í Bosníu. Í dag tapaði liðið gegn Póllandi í úrslitum um 5. sæti mótsins, 78-84. Þátttöku Íslands á mótinu er þar með lokið en liðið endar í 6. sæti. 

 

Íslenska liðið fór hægt af stað og var einungis með 9 stig eftir fyrsta leikhluta. Pólverjar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn en Íslenska liðið átti frábæra endurkomu í fjórða leikhluta sem skapaði æsispennandi lokamínútur. Það fór svo Pólverjar lönduðu sigri á síðustu mínútunni 78-84. 

 

Ástþór Svalason var maður leiksins í leiknum. Hann skilaði 18 stigum, 7 fráköstum og 4 stoðsendingum á þeim 30 mínútum sem hann spilaði.

 

Íslenska liðið endar því í 6. sæti B.deildar evrópumótsins þetta árið eftir ansi gott mót. Liðið spilaði heilt yfir vel og lagði mikið á sig í sumar til að ná þessum árangri. 

 

Tölfræði leiks

 

Upptaka af leiknum:

Fréttir
- Auglýsing -