spot_img
HomeFréttirÍsland áfram í undanúrslit á lokamóti Evrópukeppni lögreglulandsliða

Ísland áfram í undanúrslit á lokamóti Evrópukeppni lögreglulandsliða

Lokamót Evrópukeppni lögregreglulandsliða fer fram þessa dagana í Limoges, Frakklandi.
Tveir riðlar eru á mótinu þar sem að í A riðli eru með Íslandi lið Frakklands, Litháen og Lúxemborg. Í hinum riðlinum, B, eru Þýskaland, Grikkland, Belgía og Ítalía.

Lið Íslands skipað lögreglumönnum m.a. frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, Reykjavík, Suðurlandi, Norðurlandi vestra, Vesturlandi og Ríkislögreglustjóra. Þjálfarar eru þeir Jón Þór Eyþórsson, Stykkishólmi og Ólafur Örvar Ólafsson, Keflavík.

Hér fyrir neðan má sjá dagbókarfærslu þriðja dagsins frá þjálfurum liðsins:

23.06.2022

Þjóðverjar pakka Belgum saman og vinna B-riðilinn, Grikkir vinna Ítali sannfærandi og fara með Þjóðverjum í undanúrslit úr riðlinum.

Frakkar vinna Luxemborg auðveldlega, 77-32.

Ísland átti leik við Litháen og úr varð hörkuleikur. Eftir brösuga byrjun hjá okkar mönnum þar sem Litháar komust í 8-0 þá settu Snorri Þorvaldsson og Hannes Ingi Másson í flug gírinn. Hannas var geggjaður í fyrri hálfleik og áttu Litháar ekki roð í strákinn. Íslan með fimm stiga forystu í hálfleik, en því miður var þriðji leikhluti ekki góður hjá okkar mönnum. Litháar komast yfir og Ísland byrjað að elta. Ísland skoraði bara 9 stig í leikhlutanum. 4 leikhluti var mun skárri en Litháar þó alltaf með forystuna. Ingvaldur Magni Hafsteinsson var búinn að stilla miðið og setti tvo þrista með skömmu millibili, munurinn kominn í þrjú stig og “momentið” með Íslendingum. En það dugði skammt, fór svo að Litháar sigruðu leikinn með 10 stigum. Litháar sigruðu A riðilinn, Ísland í öðru sæti og fara í undanúrslitin.

Ítalir munu leika við Luxemborg um 7 sætið og Frakkar munu leika við Belga um 5 sætið.

Ísland mun mæta Þýskalandi í undanúrslitum og Litháar mæta Grikkjum. Litháar eiga harma að hefna, töpuðu gegn Grikkjum í úrslitaleik á síðasta Evrópumóti.

Undanúrslitin verða leikin á laugardaginn.

Orðið á götunni segir að Hannes Ingi sé við það að skrifa undir hjá Keflavík, blátt fer drengnum gríðarlega vel. Einnig heyrast sögur að Magni Hafsteins sé að íhuga að skrifa undir feitan samning við Álftanes og vera tólfti leikmaðurinn sem skrifar undir við þá síðustu dagana. Hvað sem er svo til í þessum sögum á eftir að koma í ljós.

Fréttir
- Auglýsing -