spot_img
HomeFréttirÍsl erlendis: Tap hjá Loga og félögum

Ísl erlendis: Tap hjá Loga og félögum

22:23

{mosimage}

Logi Gunnarsson og félagar í Gijon (13-3) lágu á heimavelli í dag í spænsku LEB silfur deildinni fyrir Axarquia 68-78. Gijonmenn byrjuðu betur og leiddu í hálfleik með 3 stigum en í þeim seinni hrökk allt í baklás. Logi lék í 18 mínútur og skoraði 7 stig.

Cantabria (5-11) sem Damon Johnson spilar með voru í heimsókn hjá CB Villa de los Barrios í spænsku LEB gull deildinni í gær og töpuðu 80-69. Damon lék í 20 mínútur og skoraði 7 stig og tók 3 fráköst.

Bayern Munchen (12-1) heldur sínu striki í þýsku 1. Regionalligan og gjörsigraði BC EnergieZwikau í dag 133-63. Mirko Virijevic var stigahæstur Munchenmanna með 26 stig.

Harlev (4-4) sem þær Gunnur Bjarnadóttir og Guðbjörg Stefánsdóttir leika með tók á móti b liði Álaborgar í dönsku 2. deildinni í dag og sigraði 47-35.

[email protected]

Mynd: www.gijonbaloncesto.com

 

Fréttir
- Auglýsing -