8:00
{mosimage}
Logi Gunnarsson og félagar í Gijon (17-9) töpuðu í vikunni fyrir CAI Huesca Cosarsa, 85-71, í spænsku LEB silfur deildinni. Leikið var á heimavelli Cosarsa og náðu heimamenn góðri forystu í fyrsta leikhluta sem Gijon menn náðu aldrei minnka almennilega. Logi lék í 18 mínútur og skoraði 3 stig.
Alerta Cantabría (10-16) sem Damon Johnson leikur með og Ciudad de Huelva (11-15) sem Pavel Ermolinskij leikur með áttust við í vikunni í spænsku LEB gull deildinni á heimavelli Cantabria. Heimamenn fóru með sigur af hólmi 89-71 eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik. Damon lék í rúmar 26 mínútur og skoraði 14 stig en Pavel lék aðeins í 3 mínútur og skoraði ekki.
Herlev (13-9) sem Einir Guðlaugsson leikur með vann síðasta leik sinn á tímabilinu í dönsku 1. deildinni í gær. Liðið var í heimsókn í Lemvig og sigraði 104-91 og endar því í 6. sæti deildarinnar.
Kristín Rós Kjartansdóttir og stöllur hennar í AUS (2-16) voru í heimsókn í Åbydalen í gær og léku gegn Åbyhøj 2 í dönsku 1. deildinni. Heimastúlkur sigruðu 85-51 og hefur AUS nú lokið keppni og lítur allt út fyrir að þær endi í 6. sæti deildarinnar.
Mynd: Logi Gunnarsson



