spot_img
HomeFréttirÍsl erlendis: Stórsigur hjá Jakobi og félögum

Ísl erlendis: Stórsigur hjá Jakobi og félögum

6:29

{mosimage}

Jakob Örn Sigurðarson og félagar hans í Univer unnu stórsigur í ungversku deildinni í gær. Liðið tók á móti Bodrogi Bau-Vehly og sigraði 114-79 eftir að hafa leitt með 12 stigum í hálfleik. Jakob lék í 31 mínútur í leiknum og skoraði 22 stig, hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.

Cantabria (10-18) tók á móti Aguas de Valencia í spænsku LEB gull deildinni í gær og tapaði 78-85. Damon Johnson lék í rúmar 23 mínútur og skoraði 3 stig.

Bayern Munchen vann síðasta leik sinn á tímabilinu í 1.Regionalliga suðaustur í  Þýskalandi í gær þegar liðið lagði Dachau Spurs 92-67 á útivelli. Þar með luku Mirko Virijevic og félagar tímabilinu með því að tapa aðeins einum leik.

[email protected]

Mynd: www.universport.hu

 

Fréttir
- Auglýsing -