6:13
{mosimage}
Pavel átti ágætan leik með La Palma
Pavel Ermolinskij og félagar í La Palma unnu öruggan heimasigur á Leche Rio Breogan Lugo í spænsku LEB gull (b deild) á föstudag. Pavel lék í 18 mínútur og skoraði 2 stig en hann gaf einnig 5 stoðsendingar og tók 5 fráköst. La Palma lék sinn fyrsta leik í deildinni í haust fyrir viku og lá þá á útivelli gegn Plus Pujol Lleida 97-77 og tókst Pavel ekki að koma knettinum í gegnum körfuna í þeim þremur skotum sem hann skaut.
FBK Odense sem Hallgrímur Brynjólfsson leikur með heimsótti BK Skjold Stevnsgade í dönsku 1. deildinni og varð að sætta sig við tap, 94-91. Hallgrímur sem lá ælandi nóttina fyrir leik en lék þó í 25 mínútur og skoraði 8 stig.
Guðni Valentínusson og félagar í ABF unnu góðan heimasigur á Falcon í fyrsta leiknum í dönsku 1. deildinni, 87-69. Guðni átti góðan leik og skoraði 16 stig. Í vikunni lék liðið svo gegn Brønderslev í bikarnum og vann örugglega, 150-61 og var Guðni þriðji stigahæstur með 23 stig. Leikurinn var í 32 liða úrslitum og í 16 liða úrslitum drógst liðið gegn núverandi bikarmeisturum í Svendborg Rabbits.
Herlev sem Einir Guðlaugsson æfir og leikur með vann öruggan sigur á Værløse í dönsku 1. deildinni, 81-64 en Einir lék ekki með.
Hinrik Gunnarsson fyrrum leikmaður Tindastóls, KR og Vals hefur dregið fram skóna á danskri grundum og leikur með 1. deildarliðinu Høbas, sem er nokkurs konar „old boys“ lið í Hørsholm. Með liðinu leika margar gamlar kempur úr danska boltanum og segir á heimasíðu þeirra að Hinrik sé „erlendi“ leikmaður liðsins. Hann er með yngsu mönnum en meðalaldur liðsins er tæp 40 ár. Liðið hefur þó leikið í nokkur ár í 1. deild og verið oft á tíðum í toppbaráttunni. Um helgina heimsótti þeir lið Virum og sigruðu 68-58 og skoraði Hinrik 8 stig.
Horsens BC heimsótti Åbyhøj 2 í Árósum á laugardag og vann 81-70 og heldur því áfram sigurgöngunni frá því í 3. deildinni í fyrra. Halldór Karlsson skoraði 24 stig í leiknum og Sigurður Einarsson 16.
{mosimage}
Gylfi og Grétar
Grétar Örn Guðmundsson og Gylfi Björnsson sem leika með Brønshøj í dönsku 2. deildinni unnu Køge 72-65 á laugardag en Køge er lið sem ætlar sér stóra hluti og réð til sín fyrrverandi þjálfara úrvalsdeildarliðsins Hørsholm í sumar. Grétar og Gylfi skoruðu báðir 8 stig í leiknum. Brønshøj mætti Hillerød í bikarkeppninni í vikunni og sigraði örugglega 129-41 og skoraði Grétar 22 stig en Gylfi var ekki orðinn löglegur í þeim leik.
Elvar Traustason lék með ABF 2 í dag í 3. deild en liðið tók á móti DSIO og sigraði örugglega 92-53 og skoraði Elvar 24 stig en hann er að stíga upp úr meiðslum og mun leika með varaliði ABF á meðan hann er að komast í form.
Mynd af Pavel: [email protected]
Mynd af Grétari og Gylfa: Grétar Örn Guðmundsson



