spot_img
HomeFréttirÍsl erlendis: Pavel með góðan leik fyrir Huelva

Ísl erlendis: Pavel með góðan leik fyrir Huelva

10:58

{mosimage}

Pavel Ermolinskij og félagar í Huelva (10-13) töpuðu sínum sjötta leik í röð í spænsku LEB gull deildinni í gær þegar liðið heimsótti Leche Rio Breogan og tapaði 102-94 eftir framlengdan leik. Miklar hefur gengið á í leikmannahóp Huelva í vetur, margir leikmenn komið og farið. Pavel lék í tæpar 34 mínútur og skoraði 7 stig auk þess að taka 11 fráköst og gefa 5 stoðsendingar.

Halldór Karlsson og félagar í Horsens BC (13-2) sigruðu Skovbakken 4 73-72 í dönsku þriðju deildinni í gær og eru í góðum málum á toppi deildarinnar. Halldór skoraði 22 stig í leiknum, þar af mikilvægan þrist í lok leiksins.

Cantrabria (9-14) sem Damon Johnson leikur með heimsótti Tenerife Rural í spænsku LEB gull deildinni og sigraði 66-64 og hafa þá unnið tvo leiki í röð. Damon lék í 13 mínútur og skoraði 1 stig.

Þegar aðeins einn leikur er eftir í þýsku 1. Regionalliga eru Mirko Virijevic og Bayern Munchen (20-1) örugg með sigur í deildinni. Liðið sigraði TSV Tröster Breitengussbach 2  109-64 á útivelli um helgina. Liðið á aðeins eftir að mæta botnliði deildarinnar.

AUS (2-14) sem Kristín Rós Kjartansdóttir leikur með tapaði fyrir Skovbakken í dönsku 1. deildinni 58-36.

[email protected]

Mynd: Emil Örn Sigurðsson

Fréttir
- Auglýsing -