spot_img
HomeFréttirÍsl erlendis: Loks sigur hjá Loga, á brattann að sækja hjá Jakobi

Ísl erlendis: Loks sigur hjá Loga, á brattann að sækja hjá Jakobi

9:30

{mosimage}

Univer-Kecskemét (10-12) sem Jakob Örn Sigurðarson leikur með í ungversku úrvalsdeildinni tapaði á heimavelli í gær fyrir Atomeromu SE 75-85 í leik þar sem gestirnir komust 10 stigum yfir í fyrsta leikhluta og sá munur hélst út leikinn. Jakob lék í 39 mínútur og skoraði 15 stig auk þess að gefa 5 stoðsendingar. Univer þarf að vinna þá leiki sem eftir eru til að komast í úrslitakeppnina.

Logi Gunnarson skoraði 8 stig fyrir Gijon (17-8) sem vann loks leik í LEB silfur deildinni í gær. Liðið tók á móti Basquet Muro og sigraði 98-80. Logi lék í 22 mínútur og auk stiganna tók hann 4 fráköst.

Randers Cimbria féll á mánudag úr úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið tapaði fyrir Hørsholm á heimavelli 73-76 og þar með 2-1 í 8 liða úrslitunum. Leikurinn var æsispennandi og þegar 28 sekúndur voru eftir og jafnt fóru Randersmenn í sókn en náðu ekki skot og skotklukkan rann út. Gestirnir tóku lékhlé og fengu innkast við miðju og tókst að skora þriggja stiga körfu langt utan af velli og tryggja sér sigur. Helgi Freyr Margeirsson er því kominn í sumarfrí en hann skoraði 7 stig, tók 5 fráköst og stal 4 boltum í leiknum en hann lék í rúmar 28 mínútur.

Huelva (11-14) sigraði Aguas de Valencia 74-63 á heimavelli í LEB gull deildinni. Pavel Ermolinskij lék í 23 mínútur og skoraði 3 stig auk þess að taka 10 fráköst.

Damon Johnson (9-16) skoraði 10 stig á 18 mínútum fyrir Cantabria sem tapaði fyrir Basket Cai Zaraogza á útivelli 95-80 í LEB gull deildinni.

[email protected]

Mynd: www.universport.hu

 

Fréttir
- Auglýsing -