spot_img
HomeFréttirÍsl erlendis: Jakob með 28 stig

Ísl erlendis: Jakob með 28 stig

14:30

{mosimage}

Jakob Örn Sigurðarson skoraði 28 stig þegar lið hans Univer sigraði MAFC 95-83 í öðrum leik liðsins í keppni um að forða sér frá falli úr ungversku deildinni. Jakob skoraði 5 þriggja stiga körfur, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.

Pavel Ermolinskij lék ekki með Huelva (13-19) sem tapaði fyrir Fundacio Basqetinca.com 92-64 á útivelli í spænsku LEB gull deildinni. Pavel meiddist fyrr í vetur og fékk grænt ljós frá læknum of snemma svo meiðslin tóku sig upp að nýju og mun hann ekki leika meira í vetur.

Damon Johnson skoraði 11 stig fyrir Cantabria (10-22) sem tapaði 82-72 fyrir Ciudad de la Laguna Canarias á útivelli. Auk þess tók Damon 5 fráköst.

[email protected]

Mynd: www.universport.hu

 

Fréttir
- Auglýsing -