spot_img
HomeFréttirÍsl erl: Mikilvægur sigur hjá Randers

Ísl erl: Mikilvægur sigur hjá Randers

20:41

{mosimage}

Randers Cimbria (9-12) vann mikilvægan sigur í dönsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið lagið Hørsholm 79‘ers 74-67 á heimavelli og komst þar með í fjórða sæti deildarinnar. Helgi Freyr Margeirsson lék í 20 mínútur fyrir Randers og skoraði 12 stig, hitti úr öllum þremur þriggja stiga skotum sínum og þremur af fjórum vítum.

Herlev (9-8) sem Einir Guðlaugsson leikur með í dönsku 1. deildinni steinlá á heimvelli í dag, 57-83, fyrir öldungaliðinu Høbas.

Damon Johnson og félagar í Cantabria töpuðu á útivelli gegn Palma Aqua Magica í dag í spænsku LEB gull deildinni, 84-67. Damon skoraði 10 stig á 20 mínútum og tók 4 fráköst.

Coopsette Rimini (8-10) heimsótti í dag Vanoli Soresina í ítölsku A2 deildinni og steinlá 108-77. Darrell Lewis lék í 33 mínútur og skoraði 18 stig.

Kristín Rós Kjartansdóttir og stöllur hennar í AUS (1-12) töpuðu í dönsku 1. deildinni fyrir Álaborg, 75-92.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -