spot_img
HomeFréttirÍsl. erl: Jóhann hafði betur í Íslendingaslagnum

Ísl. erl: Jóhann hafði betur í Íslendingaslagnum

7:43

{mosimage}

Jóhann Árni hafði betur gegn Mirko 

Jóhann Árni Ólafsson og félagar í Merlins (3-1) höfðu betur í Íslendingaslagnum í þýsku Pro B (C deild) deildinni í gær þegar þeir unnu Mirko Virijevic og félaga í Landshut(1-3), 96-88 á útivelli. Jóhann lék í 36 mínútur og skoraði 14 stig en Mirko lék í 37 mínútur og skoraði 18 stig og tók 6 fráköst.

Pavel Ermolinskij skoraði 10 stig fyrir La Palma (3-2) sem sigraði Rosalia 81-77 í spænsku LEB gull (B deild) deildinni um helgina. Pavel lék í 20 mínútur.

Lárus Jónsson hefur enn ekki jafnað sig á meiðslum sem hann hlaut fyrr í haust og var því ekki með SISU Cph (1-2)sem steinlá á heimavelli, 62-91, fyrir Amager í dönsku Úrvalsdeildinni.

[email protected]

Mynd: Provelo Merlins 

Fréttir
- Auglýsing -