spot_img
HomeFréttirÍsl erl: Góðir sigrar hjá Jakobi og Loga, Helena stigahæst

Ísl erl: Góðir sigrar hjá Jakobi og Loga, Helena stigahæst

12:25

{mosimage}

Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Univer (9-8) unnu sinn fjórða sigur í röð í ungversku deildinni í gær þegar liðið lagði Szolnoki Olaj 89-85. Jakob lék í 38 mínútur og skoraði 8 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.

Logi Gunnarsson komst ekki á blað þegar lið hans Gijon (15-4) sigraði Alimentos de Palencia í spænsku LEB silfur deildinni í gær, 86-77. Logi lék í 18 mínútur en tókst ekki að hitta úr þeim fjórum skotum sem hann skaut í leiknum. Með sigrinum komst Gijon á topp deildarinnar en þrjú lið eru jöfn með 15 sigra í efsta sætinu.

Randers (8-12) sem Helgi Freyr Margeirsson leikur með í dönsku úrvalsdeildinni heimsótti meistarana í Bakken bears á fimmtudag og beið lægri hlut 84-70. Helgi Freyr lék í 16 mínútur en tókst ekki að skora.

Huelva (10-9) sem Pavel Ermolinskij leikur með steinlá á útivelli á föstudag gegn Union Baloncesto la Palma, 91-67, í spænsku LEB gull deildinni. Pavel var í byrjunarliði Huelva og lék í 33 mínútur og skoraði 5 stig.

Helena Sverrisdóttir leiddi lið sitt TCU til sigurs gegn San Diego State á útivelli í nótt 75-54. Helena skoraði 15 stig og var stigahæst, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar á þeim 24 mínútum sem hún lék.

UTPA sem María Ben Erlingsdóttir leikur með tapaði á útivelli fyrir Utah Valley 70-52. María lék í 12 mínútur og skoraði 4 stig og tók 4 fráköst.

Catawba sem Finnur Atli Magnússon leikur með tapaði fjórða leik sínum í röð í nótt þegar liðið lá á heimavelli gegn Tusculum 61-65. Finnur lék í 6 mínútur og tók 2 fráköst.

Ágúst Angantýsson og félagara í Auburn skólanum unnu tvo góða sigra á heimavelli í vikunni. Á fimmtudag lögðu þeir Lee University 69-67 og lék Ágúst í 34 mínútur og skoraði 2 stig og tók 3 fráköst. Í gær sigraði liðið svo Reinhardt College 66-51 og nú skoraði Ágúst 4 stig og tók 7 fráköst.

Bayern Munchen (16-1) heldur sínu striki í þýsku Regionlaligan suðaustur en í gær sigruðu þeir SCH Wurzburg Baskets 103-72 á heimavelli. Mirko Virijevic skoraði 11 stig fyrir Munchen.

[email protected]

Mynd: www.universport.hu

 

Fréttir
- Auglýsing -