6:45
{mosimage}
Pavel Ermolinskij og félagar í La Palma heimsóttu Vic í LEB gull (B deild) á Spáni um helgina og steinlágu, 92-63. Pavel lék í um 19 mínútur en tókst ekki að hitta úr eina skoti sínu í leiknum.
Egill Jónasson lék í 9 mínútur með Horsens IC sem tapaði, 69-70, fyrir Hørsholm 79ers á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni sem hófst um helgina. Agli tókst ekki að skora en hann hefur verið meiddur í haust og lítið æft.
Helgi Freyr Margeirsson hitaði upp með Randers sem heimsótti Åbyhøj og vann 87-84. Helgi hefur líkt og Egill verið meiddur í haust og hóf æfingar á föstudag, daginn fyrir leik.
Lárus Jónsson lék ekki með SISU Cph sem tók á móti meisturum Bakken bears. Lárus fékk högg á lærið á mánudag og þarf því að hvíla aðeins. Bakken sigraði 83-58.
Mirko Virijevic lék tvo leiki fyrir sitt nýja félag, TG Renesas Landshut, um helgina í Pro B (C deild) í Þýskalandi. Á föstudag heimsótti liðið UBC Hannover Tigers og tapaði 80-77. Mirko skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Á sunnudag tók liðið svo á móti Hertener Löwen og tapaði aftur, nú 79-91. Mirko var stigahæstur með 20 stig og tók nú 7 fráköst.
Høbas og Hinrik Gunnarsson unnu annan sigur sinn í dönsku 1. deildinni þegar liðið lagði Alba á heimavelli 85-69. Hinrik skoraði 7 stig.
Odense tók á móti Virum í dönsku 1. deildinni og sigraði 71-64. Hallgrímur Brynjólfsson skoraði 2 stig fyrir Odense.
Guðni Valentínusson lék ekki með ABF sem tapaði gegn Herlev á útivelli, 85-72, í dönsku 1. deildinni. Guðni lá veikur heima.
Horsens BC tók á móti Svendborg 2 í dönsku 2. deildinni og var um hörkuleik að ræða þar sem Horsens BC leddi með 6 stigum þegar 2 mínútur voru eftir en klúðruðu leiknum. Sigurður Einarsson skoraði 18 stig og Halldór Karlsson 9.
Brønshøj sem þeir Grétar Guðmundsson og Gylfi Björnsson leika með heimsótti Hørsholm 2 í dönsku 2. deildinni og beið lægri hlut 79-56. Grétar skoraði 9 stig og Gylfi 6.
Elvar Traustaon skoraði 7 stig fyrir ABF 2 sem vann Frederecia örugglega í dönsku 3. deildinni.
Steinar Páll Magnússon fyrrum leikmaður KR og Ármanns lék sinn fyrsta leik í 2 ár þegar hann lék með Odense 2 í dönsku 3. deildinni. Odense tók á móti Svendborg 3 og sigraði 78-69.
Í Árósum tóku AUS stúlkur á móti Álaborg í 1. deildinni og biðu lægri hlut 44-62. Kristín Rós Kjartansdóttir skoraði 7 stig. Erna María Sveinsdóttir lék með AUS en Erla Sif Kristinsdóttir var ekki með vegna Íslandsferðar.
Mynd: Egill Jónasson