spot_img
HomeFréttirÍsköld Dýrfinna tryggði sigur í Borgarnesi

Ísköld Dýrfinna tryggði sigur í Borgarnesi

Haukar heimsóttu Borgarnesi í 26. umferð Dominos deildar kvenna þar sem bæði lið tryggðu sitt sæti í deildinni. Fyrirfram mátti búast við sigri Skallagríms ef horft er til stöðuna í deildinni. Tavelyn Tillman lék ekki með Skallagrím vegna meiðsla í kvöld og munar heldur betur um minna. 

 

Skallagrímur byrjaði mun betur. Haukar gátu ekki keypt sér körfu en liðið var með tvö stig þegar mínúta var eftir af fyrsta leikhluta. Þeim tókst að komast hægt og rólega inn í leikinn í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 27-22 fyrir Skallagrím.

 

Spennan kom svo í leikinn í þriðja leikhluta er Haukar komust yfir í fyrsta skipti. Skallagrímur virtust þó vera skrefinu á undan fram á síðustu mínútur og hafa svör við áhlaupum Hauka. Eftir allt varð lokamínútan gríðarlega spennandi og leikurinn vannst á lokaskoti. 

 

Þegar tíu sekúndur voru eftir tóku Haukar leikhlé og settu upp sókn. Dýrfinna Arnardóttir fékk sendingu frá Breezy Williams fyrir utan þriggja stiga línuna þar sem hún setti risastórt skot. Skallagrímur náði ekki að svara er skot Sigrúnar geigaði.

 

Risastór sigur Hauka sem tryggðu þar með sæti sitt í Dominos deildinni að ári. Grindavík tapaði einnig í dag og liðið því fallið úr deild þeirra bestu. Haukar hafa vaxið frá áramótum og þessi sigur þeirra stærsti hingað til sem ungur leikmannahópur getur klárlega sett í reynslubankann. 

 

Skallagrímur kemst ekki ofar né neðar en þriðja sæti deildarinnar eftir tap kvöldsins. Þegar tveir leikir eru eftir eru tvö stig í Keflavík í öðru sæti en Skallagrímur tapaði innbyrgðisviðureigninni fyrir liðinu í vetur og kemst því ekki upp fyrir Keflavík. 

 

Tölfræði leiksins

 

Skallagrímur-Haukar 62-63 (17-7, 10-15, 19-21, 16-20)

 

Skallagrímur: Sigrún Sjöfn  Ámundadóttir 24/15 fráköst/6 sto?sendingar/6 stolnir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 14/7 fráköst, Fanney Lind Thomas 9/5 fráköst, Gunnhildur Lind Hansdóttir 7/4 fráköst, Ragnhei?ur Benónísdóttir 4/6 fráköst, Gu?rún Ósk Ámundadóttir 4/5 fráköst/5 sto?sendingar, Sigurbjörg Rós Sigur?ardóttir 0/6 fráköst, 

Haukar: Nashika Wiliams 20/11 fráköst, D?rfinna Arnardóttir 16, ?óra Kristín Jónsdóttir 13/4 fráköst/9 sto?sendingar, Anna Lóa Óskarsdóttir 10/7 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 2, Ragnhei?ur Björk Einarsdóttir 2/6 fráköst,  Rósa Björk Pétursdóttir 0/6 fráköst, 

 

Myndasafn / Ómar Örn Ragnarsson

 

Fréttir
- Auglýsing -