spot_img
HomeFréttirIsiah Thomas rekinn

Isiah Thomas rekinn

 Ferill Isiah Thomas sem þjálfari NY Knicks tók loks enda í gær þegar Donnie Walsh ákvað að reka fyrrum leikstjórnandann knáa. “Eftir miklar umræður og umhugsun var sú ákvörðun tekin að Isiah myndi ekki halda áfram sem þjálfari liðsins. Hann mun hinsvegar áfram starfa fyrir félagið sem ráðgjafi. Ég kann vissulega að meta kunnáttu hans á leiknum og því mun hann áfram starfa fyrir félagið” sagði Walsh við fréttamenn vestra í gær.   Leit af eftirmanni Thomas mun fara fram á næstu dögum og hefur nafn Mark Jackson, fyrrum leikstjórnanda Knicks hafa verið nefnt í þeim efnum. Walsh greindi frá því að hann myndi vilja að þjálfaramál félagsins yrðu leist fyrir 26. júní, en þá fer fram háskólavalið hjá NBA liðum. Framistaða Knicks hefur verið langt frá því að vera glæsileg síðan Thomas kom að liðnu en sem þjálfara í 2 tímabil var liðið með 56 sigra og 108 töp. Og þau 5 ár sem kappinn var framkvæmdarstjóri hefur liðið alltaf verið með óhagstætt vinningshlutfall (undir 50%) þrátt fyrir svimandi háar upphæðir sem eyddar hafa verið í leikmenn.

Fréttir
- Auglýsing -