Nokkuð skemmtilegt atvik átti sér stað í leik Stjörnunnar og Skallagríms nú um helgina þegar að leikstjórnandi gestanna, Auður Íris Ólafsdóttir keyrði niður annan dómara leiksins, Ísak Ernir Kristinsson. Að sögn Ísaks hefur slíkur hlutur ekki hent hann áður, en hann hafði þetta um atvikið að segja.
"Ég hef lent í ýmsu í þeim tæpu 500 leikjum sem ég hef dæmt á vegum KKÍ en aldrei áður hefur leikmanni tekist að fella mig. Atvikið gerðist á mjög mikilvægu augnabliki í frábærum og spenndi leik Stjörnuna og Skallagríms. Um mínúta var eftir af leiknum og vildi ég ekki missa af neinu þannig ég vildi staðsetja mig á besta stað. Það endaði með því að leikmaðurinn stemdi beint í fangið á mér. Ég reyndi að hörfa svo ég fengi leikmanninn ekki í fangið sem endaði með því að við duttum bæði. Vakin er sérstök athygli á hversu fljót við vorum á fætur!"