spot_img
HomeFréttirÍsak kominn á lista FIBA dómara - Jón Bender eftirlitsmaður

Ísak kominn á lista FIBA dómara – Jón Bender eftirlitsmaður

FIBA gaf út á dögunum lista yfir alþjóðadómara og eftirlitsmenn fyrir tímabilið 2019 til 2021 og eru tveir nýir fulltrúar KKÍ á FIBA listanum en það eru þeir Ísak Ernir Kristinsson sem dómari og Jón Bender sem eftirlitsmaður (commissioner).

Dómaranefndir körfuknattleikssambanda innan FIBA tilnefna dómara og eftirlitsmenn á listann sem FIBA fer svo yfir og samþykkir eða hafnar. Báðar tillögur KKÍ til FIBA voru samþykktar.

Á dómaralista KKÍ hjá FIBA eru áfram þeir Aðalsteinn Hjartarson, Davíð Tómas Tómasson og Jóhannes Páll Friðriksson og Rúnar Birgir Gíslason er áfram eftirlitsmaður. Kristinn Óskarsson er áfram alþjóðlegur dómaraleiðbeinandi.

Fréttir
- Auglýsing -