spot_img
HomeFréttirÍsak: Gaman að spila körfubolta í vetur

Ísak: Gaman að spila körfubolta í vetur

09:00

{mosimage}
(Ísak í leiknum í gær. Ottó Þórsson kemur engum vörnum við)

Tindastólsmenn kláruðu tímabilið í Iceland Express-deild karla í 10. sæti eftir tap fyrir Stjörnunni í gær. Ísak Einarsson gerði 15 stig í leiknum fyrir Tindastól. Hann sagði eftir að hann væri ánægður með tímabilið þó að liðið hafi ekki náð í úrslitakeppnina.

,,Það eru að sjálfsögðu vonbrigði að komast ekki í úrslitakeppnina því við gáfum okkur tækifæri á að komast í úrslitakeppnina. Við héldum að við myndum taka þetta í kvöld en það gekk ekki upp,” sagði Ísak eftir leik og taldi vörnina hjá liði sínu hafa geigað í lokin. ,,Við duttum niður í vörninni í 4. leikhluta ég held að það hafi gert útslagið hjá okkur. Þeir komust framúr og við flýttum okkur um of í sókninni. Þegar við spilum á svona fáum leikmönnum þá þurfum við að láta boltann ganga betur og spila langar sóknir.”

Þrátt fyrir tap var Ísak sáttur með tímabilið. ,,Þetta er búið að vera fínt og gaman að fá séns þarna í restina til að komast í úrslitakeppnina og hleypa lífi í þetta. Það er búið að vera gaman að spila körfubolta í vetur.”

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -