spot_img
HomeFréttirÍsak Einarsson bjargar Tindastól á seinustu mínútu (Umfjöllun)

Ísak Einarsson bjargar Tindastól á seinustu mínútu (Umfjöllun)

8:15

{mosimage}

Ísak Einarsson 

 

Fjölnir úr Grafarvogi tóki á móti Tindastól í Iceland Express deild karla í gær.  Tindastóll vann nauman 3 stiga sigur, 91-94.  Leikurinn var þó ekki jafn fyrr en i lokaleikhlutanum því Tindastóll hafði mest allan leikinn gott forskot sem náði mest 20 stigum í þriðja leikhluta.  Stigahæstir hjá Tindastólsmönnum voru Marcin Konarzewski og Donald Brown með 20 stig hvor, næstir voru Serge Proppe með 18 stig og Ísak Einarsson með 15.  Hjá Fjölni voru það Drago Pavlovic með 27 stig og Karlton Mims með 25 stig.

 

 

Fjölnir hafði frumkvæðið í fyrsta leikhluta og voru leikmenn Tindastóls í miklum vandræðum í sókn til að byrja með.  Þeir skoruðu aðeins 2 stig á fyrstu þremur mínutunum.  Fjölnismenn voru hins vegar ekki að nýta sér lélega byrjun Tindastóls því og misstu það litla forskot sem þeir höfðu  þegar leið á leikhlutan.  Fjölnir leiddi með 2 stigum , 21-19, þegar það voru tvær mínútur eftir að leikhlutanum en þá duttu Tindastólsmenn í gang og skoruðu 10 stig gegn engu á 2 mínútum.  Staðan eftir leikhlutan var því 21-29.

  

Annar leikhluti spilaðist nokkuð jafnt en Tindastóll var þó alltaf skrefinu á undan og bættu smám saman við forskotið.  Eftir 5 mínútna leik var staðan orðin 33-41 og munurinn því ennþá sá sami og eftir fyrsta leikhlta.  Tindastóll virtist þó alltaf líklegri því Fjölnir spilaði varla vörn allan leikhlutan og spiluðu Tindastólsmenn sig oft ótrúlega í gegnum vörn Fjölnismanna.  Í sannleika sagt var varnarleikur Fjölnismanna vandræðalegur fyrir lið í úrvalsdeild fyrstu þrjá leikhluta leiksins.  Tindastóll leiddi því í háflleik með 12 stigum, 44-56, en Tindastóll skoraði 29 stig í leikhlutanum.  Í hálfleik var Marcin Konarzewski stigahæstur hjá Tindastól með 11 stig og Samir Shaptahovic næstur með 10 stig.  Hjá Fjölni var Drago Pavlovic allt í öllu í sóknarleik liðsins með 22 stig.  Það vakti athygli að Nemanja Sovic, sem hefur verið stoð og styrkur Fjölnismanna seinustu ár, spilaði aðeins tæplega 2 mínútur í fyrri hálfleik þrátt fyrir að liðið væri að spila eins og raun bar vitni.

 

Í þriðja leikhluta héldur Tindastólsmenn uppteknum hætti en tilraunir Fjölnismanna til að bæta vörnina viritist aldrei endast lengur en eina til tvær sóknir og svo féll allt um sjálft sig.  Munurinn á liðunum varð meiri og meiri eftir því sem leið á leikhlutan og náði mest 20 stigum þegar tæpar 2 mínútur lifðu af leikhlutanum.  Þá tók hins vegar Bárður Eyþórsson þjálfari Fjölnis leikhlé og var greinilega búinn að fá nóg að leik liðs sins.  Hann tók landsliðsmanninn Kristinn Jónasson, Drago Pavlovic og Hjalta Viljhjálmsson útaf og setti Tryggva Pálsson, Nemanja Sovic og Þorstein Sverrisson inná, þessi leikmenn spiluðu svo það sem eftir var leiksinns.  Eftir þetta leikhlé var eins og nýr leikur hæfist hjá Fjölni.  Á þessum tæpu tveimur mínútum sem eftir liðfu minnkuðu þeir muninn um 4 stig og spiluðu góða vörn, í fyrsta skiptið í leiknum. 

 

Fjórði leikhluti var allt önnur saga en þeir þrír sem á undan höfðu liðið því Fjölnismenn spiluðu virkilega góða vörn og náðu að minnka niður 16 stiga forskot Tindastóls niður í 3 stig á aðeins 6 mínútum.  Karlton Mims stóð vaktina vel bæði í sókn og vörn á þessum kafla en það hafði farið mjög lítið fyrir honum framan að.  Tindastólsmenn virtust vera búnir á því enda búnir að spila á nánast sömu 5 mönnunum allan leikinn og það sást greinilega á varnaleik liðsinns sem var ekki helmingurinn af því sem þeir höfðu sýnt framan af leiknum.  Fjölnismenn minnkuðu muninn jafnt og þétt og voru aðeins einu stigi undir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir, 88-89, en þá tók við gífurlega spennandi lokakafli.  Þegar 58 sekúndur voru eftir skoraði Ísak Einarsson þriggja stiga körfu og kom Tindastól 4 stigum yfir, 88-92.  Fjölnismenn tóku þá leikhlé, Nemanja Sovic svarði svo strax í næstu sókn með þriggjastiga skoti, 91-92.  Í næstu sókn tók Ísak Einarsson aftur af skarið og skoraði úr glæsilegu sniðskoti í mikilli umferð, 91-94, og aðeins 24 sekúndur eftir.  Nemanja Sovic klikkaði úr þriggjastiga skoti í næstu sókn og þar með var leikurinn búinn.  Tindastólsmenn voru að vissu leyti heppnir að ekki fór verr en forskotið þeirra úr þriðja leikluta dugði þeim þó til sigurs. 

 

Tölfræði leiksins

 

Gísli Ólafsson – [email protected]

 

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -