spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaÍsak eftir leik í Skógarselinu "Vorum nú í bullandi leik við Íslandsmeistarana"

Ísak eftir leik í Skógarselinu “Vorum nú í bullandi leik við Íslandsmeistarana”

Íslandsmeistarar Vals lögðu heimamenn í ÍR í Skógarselinu í 9. umferð Subway deildar karla í kvöld, 77-83. Eftir leikinn er Valur í 2. sæti deildarinnar með 14 stig á meðan að ÍR er í 10. sætinu með 6 stig.

Hérna er meira um leikinn

Ísak Wíum þjálfari ÍR var sæmilega brattur þrátt fyrir tap gegn Íslandsmeisturunum:

Ísak…sóknarlega var þetta ekki gott á löngum köflum, einkum í fyrri hálfleik, margir tapaðir boltar…að vísu líka hjá Valsmönnum og þeir voru svo sem ekki að eiga sinn besta leik í kvöld..hvernig sérð þú þetta?

Ég sé þetta þannig að það tapa öll lið mörgum boltum á móti okkur og við töpum yfirleitt mörgum boltum líka! Við hleypum þessu kannski upp í smá vitleysu alltaf. Vandræðin sóknarlega skrifast kannski aðeins á mig í fyrri hálfleik en við leystum vel úr því í seinni hálfleik fannst mér…en svo erum við líka bara að hitta helvíti illa.

Jájá…þetta með að hitta og hitta ekki…það er eilífðar pæling…mér fannst einhvern veginn ekki vera neitt flæði í þessu hjá ykkur í fyrri hálfleik og mér fannst þristarnir einhvern veginn aldrei líklegir…?

Jah…ég veit ekki hvort ég er sammála þér…við fengum fullt af galopnum þristum hvort sem það var í flæði eða ekki. Ég átta mig á því að Taylor á kannski ekki að vera að taka skot snemma í sókninni…en Raggi Braga skýtur illa, Massarelli sömuleiðis…við skjótum 21% í þristum og þetta er þriðji leikurinn í röð sem við skjótum illa…en við unnum hina tvo og vorum nú í bullandi leik við Íslandsmeistarana…eigum við ekki að vona að það fari að detta hjá okkur…eigum við ekki langbesta lið deildarinnar í næsta leik, Keflavík…eigum við ekki að segja að þetta detti bara þá?

Akkúrat, þið eigið kannski inni betri skotprósentu…?

Jah, ég meina…lögmál meðaltalsins hlýtur að kicka inn á endanum!

Já, við treystum á það! En mig langar að spyrja þig út í Sigvalda, hvað er að frétta af honum?

Hann hlaut höfuðhögg og ég veit ekkert hvenær hann kemur til baka, en vonandi verður það fljótlega eftir áramót.

Varðandi Massarelli…hann er vissulega að koma úr meiðslum núna en hann hefur ekki verið að brillera…?

Nei…hann hefur ekki verið að brillera…Hann er að koma úr meiðslum núna og hann gefur okkur ekki það sem við viljum að hann gefi okkur, hann er ekki að gefa okkur þessa sprengju upp völlinn, hann er augljóslega að hlífa sér og þá er hann takmarkaður. Ég veit alveg að fyrir meiðslin var hann ekki búinn að vera neitt sérstakur heldur en við verðum að gefa honum það að stóri maðurinn okkar, Kaninn, var tekinn úr liðinu í nokkra leiki og það hefur áhrif, sérstaklega fyrir mann sem þráir þetta pick-and-roll-action…

Jájá…þetta er náttúrulega liðsíþrótt…

Þetta er liðsíþrótt, mikið rétt!

Sagði Ísak og vonandi mun lögmál meðaltalsins ekki svíkja hann og ÍR-inga í næstu leikjum.

Fréttir
- Auglýsing -