Stjörnuleikmaður Boston Celtics, Isaiah Thomas, verður ekki meira með liðinu þetta tímabilið vegna meiðsla í mjöðm. Thomas meiddist í síðasta leik liðsins gegn Cleveland Cavaliers. Mætti þar með segja að vonir Celtics um að vinna leik í undanúrslitaseríunni væru að fjara út, en Cavaliers leiða 2-0 og eiga næstu leiki sína á heimavelli. Thomas annars átt frábært tímabil það sem af er, skilað 29 stigum og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik og var á dögunum valinn í annað úrvalslið deildarinnar.
Blaðamaðurinn Bill Simmons þakkaði Thomas fyrir tímabilið:
Coming from a basketball fan as much as a Celtics fan – thanks to @Isaiah_Thomas for an incredibly fun season. I really enjoyed it.
— Bill Simmons (@BillSimmons) May 20, 2017