spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaIsaiah Coddon til Skallagríms

Isaiah Coddon til Skallagríms

Skallagrímur samdi fyrir stuttu við bandaríska bakvörðinn Isaiah Coddon.

Isaiah, sem er nýfluttur í Borgarfjörðinn ásamt íslenskri kærustu sinni, lék með RCTC háskólanum í Rochester í Minnesota og einnig með skólaliði St. Marys University í Leavenworth í Kansas. Hann er 23 ára gamall og getur leikið bæði sem leikstjórnandi og skotbakvörður.

Borgnesingar hafa verið að safna vopnum í sumar eftir að hafa fallið úr Úrvalsdeildinni eftir síðustu leiktíð. Eftir að hafa misst þá Bjarna Guðmann og Björgvin Hafþór þá endurheimti liðið Kristófer Gíslason frá Hamri, Davíð Guðmundsson frá Fjölni, Hjalti Ásberg Þorleifsson frá ÍA og Ásbjörn Baldvinsson frá Ármanni. Auk þess verður Bergþór Ægir Ríkharðsson áfram með liðinu. Manuel Rodriquez tók við þjálfun liðsins í sumar eftir að Finnur Jónsson hætti með liðið eftir nýliðið tímabil.

https://www.facebook.com/Skallgrkarfa/photos/a.875894652531154/2230824273704845/
Fréttir
- Auglýsing -