spot_img
HomeFréttirIsabella semur við lið í Króatíu

Isabella semur við lið í Króatíu

Isabella Ósk Sigurðardóttir hefur samið við ZKK Zadar Plus um að leika með liðinu á komandi tímabili í króatísku úrvalsdeildinni.

Isabella er að upplagi úr Breiðablik, en á síðasta tímabili lék hún fyrir Njarðvík í Subway deildinni. Í 32 leikjum á síðasta tímabili skilaði hún 11 stigum og 11 fráköstum að meðaltali í leik, en hún var framlagshæsti íslenski leikmaður deildarinnar að meðaltali með tæp 20 framlagsstig í leik.

ZKK Zadar Plus Women er með aðsetur í Zadar, Króatíu. Liðið var stofnað árið 1991 og hefur síðan orðið eitt sigursælasta kvennakörfuboltalið landsins. Liðið keppir í króatísku úrvalsdeildinni og hefur unnið fjölda meistaratitla og bikara í gegnum tíðina.

Fréttir
- Auglýsing -