spot_img
HomeFréttirIrving og James með 76 stig í sigri Cavs

Irving og James með 76 stig í sigri Cavs

Cleveland Cavaliers tóku 3-1 forystu í nótt í úrslitum austurstrandar NBA deildarinnar með 112-99 sigri gegn Boston Celtics. Félagarnir Kyrie Irving og LeBron James gerðu 76 stig af 112 í leiknum!

Kyrie Irving gerði 42 stig í leiknum og gaf 4 stoðsendingar og LeBron James bætti við 34 stigum, 5 fráköstum og 6 stoðsendingum. Þessi 42 stig hjá Irving voru persónulegt met í úrslitakeppninni. Kevin Love lét sitt heldur ekki eftir liggja með 17 stig, 17 fráköst og 5 stoðsendingar. Hjá Boston var Avery Bradley atkævðamestur með 19 stig og 5 fráköst.

Cleveland dugir því einn sigur til viðbótar til að komast í úrslitarimmuna en þar bíður Golden State þeirra eftir að hafa slegið San Antoniu Spurs út 4-0.

Myndbönd næturinnar

Fréttir
- Auglýsing -