spot_img
HomeFréttirÍris Sverrisdóttir: Ætla að ná næsta leik

Íris Sverrisdóttir: Ætla að ná næsta leik

19:00 

{mosimage}

 

(Íris í leiknum gegn Hamri í fyrstu umferðinni) 

 

Hin unga og efnilega Íris Sverrisdóttir varð að fylgjast með af hliðarlínunni í gærkvöldi þegar Grindvíkingar völtuðu yfir Val í Iceland Express deild kvenna. Íris hvíldi í leiknum eftir að hafa ráðfært sig við sjúkraþjálfara sem tjáði henni að hún væri með vægt brjósklos.

 

,,Þetta er ekkert stórvægilegt og ég ætla mér að ná næsta leik,” sagði Íris í samtali við Karfan.is en Grindavík mætir Keflavík í Sláturhúsinu næsta miðvikudag í miklum grannaslag.

 

,,Sjúkraþjálfarinn ráðlagði mér að hvíla í Valsleiknum og fyrir leikinn hafði ég misst út tvær æfingar. Ég ætla bara að hvíla mig almennilega svo ég verði góð fyrir Keflavíkurleikinn því það vill enginn missa af svona grannaslag,” sagði Íris og bætti því við að það væri erfitt að fylgjast með liðsfélögunum af bekknum.

 

,,Það er aldrei skemmtilegt að horfa á þegar liðið manns er að spila,” sagði þessi efnilegi leikmaður sem vonandi nær skjótum bata. Íris lék 20 deildarleiki með Grindvíkingum í fyrra og gerði í þeim 5,6 stig að meðaltali í leik.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -