spot_img
HomeFréttirÍris komin í gifsi

Íris komin í gifsi

Karfan.is setti sig í samband við Samúel Guðmundsson formann KKD Hauka en í gærkvöldi urðu Hafnfirðingar fyrir áfalli þegar Íris Sverrsdóttir fór úr hnjálið í viðureign Hauka og Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna.
,,Því miður þá lítur þetta ekki vel út með Írisi. Eftir að hún var komin í liðinn aftur í gærkvöldi reyndi hún að stíga í fótinn að nýju en þá fór allt á sama veg aftur. Það er ekki staðfest hversu mikið hún er slitin vegna bólgu en hún er núna komin í gifsi," sagði Samúel en Íris var ekki ein um að meiðast í Haukaliðinu í gær. Guðrún Ámundadóttir fór einnig meidd af velli í síðari hálfleik.
 
,,Guðrún ætlar sér að spila leikinn á miðvikudaginn en þetta kemur betur í ljós á æfingunni í kvöld," sagði Samúel en ljóst er að Haukarnir hafa orðið fyrir gríðarlegri blóðtöku með brotthvarfi Írisar sem er á meðal sterkustu leikmanna deildarinnar.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -