spot_img
HomeFréttirIrena Sól til Hauka

Irena Sól til Hauka

Haukar eru á fullri ferð með að safna liði fyrir komandi leiktíð í Dominos deild kvenna. Rétt í þessu var tilkynnt að liðið hefði samið við efnilegan bakvörð. Í tilkynningu Hauka segir:

Irena Sól Jónsdóttir er nýr liðsmaður Hauka en hún kemur frá Keflavík. Irena sem er bakvörður hefur verið í lykilhlutverki hjá Keflavík undafarin ár en hún er frábær varnarmaður.

„Ég er mjög spennt að koma til Hauka. Það verður ný og vonandi góð reynsla fyrir mig. Ég er spennt fyrir næsta tímabili og er tilbúin til þess að leggja mitt af mörkum og vonandi næ ég að hjálpa liðinu,“ sagði Irena um næsta vetur.

„Ég er mjög mjög ánægður að Irena hafa ákveðið að spila með okkur næsta vetur. Hún er góður leikmaður með góða reynslu úr Domino´s deildinni og á klárlega eftir að styrkja liðið. Irena hefur spilað með Keflavík allan sinn feril en vonandi mun þessi ákvörðunm hennar að skipta um umhverfi hjálpa henni að taka næsta skref og bæta sig enn frekar sem leikmann og persónu,“ sagði Bjarni Magnússon nýráðinn þjálfari Hauka um nýjan leikmann sinn.

Fréttir
- Auglýsing -