08:10:25
{mosimage}
Nýliðar FSu tóku á móti ÍR í Iceland Express deild karla í Iðu á Selfossi í gærkvöldi. Fyrir leikinn voru heimamenn með þjá unna leiki og fimm tapaða en gestirnir höfðu unnið unnið þrjá og tapað fimm líka. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda en ÍR hafi betur í síðasta fjórðungnum. Lokatölur leiksins voru 71-75 ÍR í vil.
Bæði lið komu sterk til leiks enda var mjög jafnt milli liða. Það var skorað á báðum endum en FSu voru duglegri að setja niður þriggjastiga körfunar. Leikhlutinn endaði með þriggjastiga flautukörfu hjá Steinari Arasson leikmanni ÍR og endaði leikhlutinn 25 – 18 heimamönunum FSu í vil.
Bæði lið komu inn í seinni leikhluta sem sama hugafar og áður og leikurinn mjög spennandi. Á fimmtu mínútu tekur ÍR sig á og tekur 9-0 run á heimamennina og komast yfir. En FSu voru ekki hættir og þeir náðu að jafna og komast yfir aftur. Leikhlutinn endaði 43-42 FSu í vil. Atkvæðamestir hjá FSu voru Thomas Viglianco sem setti niður 12 stig og Vésteinn Sveinsson sem setti 10 stig. Hjá ÍR var það Steinar Arasson sem setti niður 13 stig og Sveinbjörn Claessen skoraði 11 stig.
Leikurinn hélt áfram að vera jafn og bæði liðin áttu í erfileikum í að koma boltanum ofaní körfuna. Má þar nefna að aðeins voru FSu aðeins búnir að skora 7 stig á móti 9 stigum þegar 4 mínútur voru eftir af leikhlutanum. Þá tók ÍR aftur 11-0 run og voru þá komnir 10 stigum yfir 50-60 og endaði leikhlutinn 53-60 gestum ÍR í vil.
FSu kom mun sterkari inn í fjórða leikhlutann og jafnaði leikinn 64-64. Eftir það komst ÍR aftur inn í leikininn og var hann alveg gífurlega spennandi alveg fram í endann. En ÍR hafði betur eftir að hafa verið 4 stigum yfir og gekk illa fyrir FSu að koma boltanum ofaní. Lokatölur leiksins 71-75 ÍR í vil. Atkvæðamestir hjá FSu voru Thomas Viglianco sem setti 22 stig og reif niður 12 fráköst og gaf 5 stoðsendingar og Árni Ragnarsson setti 13 stig og reif niður 7 fráköst. Hjá ÍR voru Sveinbjörn Claessen með 22 stig og tók 8 fráköst og Steinar Arasson setti 16 stig.
Tölfræði leiksins
Marteinn Guðbjartsson
Mynd: [email protected]