spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÍR styrkir hópinn fyrir seinni hluta tímabils

ÍR styrkir hópinn fyrir seinni hluta tímabils

ÍR hefur samið við bandarísku körfuboltakonuna Shameka McNeill um að hún spili fyrir félagið út keppnistímabilið í fyrstu deild kvenna.

Shameka hefur spilað sem atvinnumaður í Bretlandi og Norður Makedóníu síðan hún útskrifaðist úr Anderson háskólanum 2022, en hún er væntanleg til landsins á næstu dögum.

Lítið hefur gengið hjá liðinu það sem af er tímabili, en þær leita enn að sínum fyrsta deildarsigur eftir fyrstu sjö leikina.

Fréttir
- Auglýsing -