spot_img
HomeFréttirÍR stendur fyrir 3á3 móti

ÍR stendur fyrir 3á3 móti

Alþjóðakörfuboltasambandið FIBA hefur á síðustu árum komið af stað keppni í 3á3 í körfubolta. Greinin hefur hlotið mikla athygli og tryggði sér nýlega inn sem keppnisgrein á Ólympíuleikunum 2020. 

 

Körfuknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að blása til körfuboltaveislu þann 19. ágúst og stendur fyrir 3á3 móti í samstarfi við Coca Cola. Leikið verður samkvæmt FIBA 3on3 reglunum en þar eru leikirnir uppí 21 stig eða í 10 mínútur. Aldurstakmark er 16 ára en leikmenn sem spila í Dominos deild karla og 1. deild karla mega ekki taka þátt. Hvert lið má inni halda 4-5 leikmenn og miðast vð að öll lið spili að minnsta kosti 3 leiki. Mótsgjald er 10.000 kr á lið. 

 

Skráning fer fram á [email protected] og mikilvægt að fullt nafn allra leikmanna fylgi sem og nafn liðsins. Skráningu líkur þegar mótsgjald hefur verið greitt eða 14.ágúst í síðasta lagi svo hægt sé að áætla riðlaskiptingu. 

 

Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu viðburðarins.

 

Fréttir
- Auglýsing -