spot_img
HomeFréttirÍR skrefinu framar í framlengingu

ÍR skrefinu framar í framlengingu

 
ÍR hafði betur í hörkurimmu við Tindastól í íþróttahúsi Kennaraháskólans í kvöld í Iceland Express deild karla. Það mátti ekki miklu muna í venjulegum leiktíma þar sem bæði lið fengu góð tækifæri á lokamínútunni til þess að gera út um leikinn en tókst ekki.
Það voru svo heimamenn sem tóku frumkvæðið í framlengingunni og héldu forskotinu þar til flautað var til loka hennar og höfðu fjögurra stiga sigur, 97-93. Stigahæsti maður heimamanna í kvöld var Nemanja Sovic með 24 stig og 11 fráköst, næstir á eftir honum voru Hreggviður Magnússon með 21 stig og Eiríkur Önundarson með 19 stig. Hjá gestunum var Amani Bin Daanish atkvæðamestur með 25 stig en næstir voru Svara Atli Birgisson með 16 stig og Michael Giovacchini með 14 stig.
 
Heimamenn byrjuðu leikinn betur í kvöld og höfðu strax eftir rúmlega tvær mínútur 7-2 forskot. Það endist þó ekki lengi því Tindastólsmenn mættu til leiks eftir það og skoruðu næstu 8 stig leiksins. Tindastólsmenn voru duglegir að koma sér á línuna og virtist það fara í taugarnar á ÍR-ingunum hversu brösulega það gekk að halda aftur af þeim. Gestirnir leiddu það sem eftir lifði fyrsta leikhluta og þegar ein mínúta var eftir höfðu þeir náð 7 stiga forskoti, 14-21. Eiríkur Önundarson var hins vegar ekki á því að leyfa því að lifa því honum tókst að skora 5 stig á lokamínútunni tvö stig af vítalínunni og eftir ótímabært skot hjá Michael Giovacchini, leikmanni Tindastóls brunuðu ÍR ingar fram með rúmlega 5 sekúndur til stefnu og Eiríkur setti niður þriggja stiga skot sem fékk þó að hoppa ca. þrisvar sinnum á körfuhringnum áður en það datt ofaní. Tölur stóðu því 19-21 þegar flautað var til loka fyrst leikhluta.
 
Heimamenn komust svo í fyrsta skiptið yfir síðan á upphafi leiksins þegar rúmlega tvær mínútur voru liðnar í öðrum leikhluta, 27-26. Karl Jónsson, þjálfari Tindastóls tók svo leikhlé stuttu seinna þegar heimamenn höfðu náð þriggja stiga forskoti 29-26. Svavar Atli Birgisson svaraði þá strax fyrir gestina og jafnaði metin 29-29. Eftir það var jafnt á flestum tölum þó höfðu gestirnri oftar en ekki frumkvæðið en þeir leiddu svo með þremur stigum þegar flautað var til hálfleiks, 37-40.
 
Það voru hins vegar heimamenn sem mættu brjálaðir til leiks í seinni hálfleik og strax eftir eina og hálfa mínútu höfðu þeir skorað 8 stig gegn engu stigi Tindastóls og höfðu yfir 45-40 þegar Tindastóll tók leikhlé. Gestirnir vöknuðu örlítið til lífsíns við leikhléið en það dugði þó skammt því ÍR virtust hreinlega hafa runnið æði og skorðuðu í nánast hverju skoti. Þegar leikhlutinn var hálfnaður höfðu þeir skorað 20 stig geng 10 stigum gestana og höfðu 7 stiga forskot, 57-50. Heimamönnum tókst þó ekki að komast lengra en það og héldu Tindastólsmenn sig innan við 5 stigum frá þeim það sem eftir lifði leikhlutans, en þegar flautað var til loka hans höfðu heimamenn þriggja stiga forskot, 67-64.
 
Heimamenn sigu hægt og rólega framúr Tindastól í fjórða leikhluta og höfðu 6 stiga forskot,72-66 eftir þrjár mínútur. Þegar leikhlutinn var hálfnaður höfðu þeir náð 9 stiga forskoti, 83-74, og virtist allt stefna í heimasigur. Tindastólsmenn ætluðu þó ekki að gefast upp en þeir skoruðu næstu 9 stig leiksins þangað til að Jón Arnar, þjálfari ÍR sá sig knúinn til þess að taka leikhlé, 83-83 og aðeins þrjár mínútur eftir af leiknum. Hitinn rauk upp í kennaraháskólanum á lokamínútum leiksins og forskotið hékk á bláþræði. Bæði lið áttu áleitleg skot sem rúlluðu ofaní og uppúr körfunni. Þegar 21 sekúnda var eftir höfðu heimamenn 1 stigs forskot, 87-86 en þá var Michael Giovacchini sendur á línuna. Hann nýtti þó aðeins eitt víti og því jafnt á öllum tölum þegar ÍR fór í sína seinustu sókn leiksins. Þeim tókst ekki að skora og tóku tindastólsmenn leikhlé þegar 4 sekúndur voru eftir af leiknum. Seinasta skot Tindastóls í venjulegum leikhímta geigaði og því ekki annað hægt en að framlengja leikinn, 87-87.
 
Heimamenn virtust hafa meiri í tanknum í upphafi framlengingar og náðu strax forskotinu. Þeir náðu mest fimm stiga forskoti um miðja framlengingu, 94-89, en Tindastóll átti næstu fjögur stig. Þeir þurfti því að senda ÍR-ingana á línuna á lokamínútunni sem reyndist heimamönnum vel. Þegar fjórar sekúndur voru eftir fór Nemanja Sovic á línuna og tryggði sigurinn fyrir heimamenn, 97- 93.
 
 
Texti og myndir: Gísli Ólafsson
Fréttir
- Auglýsing -