spot_img
HomeFréttirÍR skellti Snæfell í Seljaskóla

ÍR skellti Snæfell í Seljaskóla

10:38

{mosimage}

Bikarmeistarar ÍR áttu ekki í vandræðum með Snæfellinga í tíundu umferð Iceland Express deildarinnar í gær. Lokatölur leiksins voru 102-77 ÍR í vil þar sem Sveinbjörn Claessen gerði 21 stig í liði ÍR. Atkvæðamestur hjá Snæfell var Justin Shouse með 20 stig og 10 stoðsendingar.   

Leikurinn í gær var í 10. umferð Iceland Express deildarinnar og skipti bæði lið gríðarlega miklu máli. Fyrir leikinn voru Snæfellingar með 8 stig, en ÍR með 6 stig, þannig að með sigri næðu ÍR-ingar að koma sér ofar í töfluna eftir risjótt gengi það sem af er móti. Sama má reyndar segja um Snæfell, en þó hafa bæði lið unnið tvo síðustu leiki sína fremur sannfærandi. 

{mosimage}

Fyrsti leikhluti var hnífjafn, ÍR byrjaði betur en Snæfell vann sig fljótlega inn í leikinn. Svenni var frekar spenntur og var strax búinn að næla sér í tvær villur eftir 3 mínútur, kom svo aftur inn á og var kominn með 4 villur eftir fyrsta leikhluta og Nate 3 þrjár að auki. Staðan eftir fyrsta leikhluta 25-24 ÍR-ingum í vil. Í öðrum leikhluta fór aðeins að skilja á milli liðanna. ÍR-ingar börðust vel og tókst að koma sér yfir 53-44 í hálfleik, þrátt fyrir að þurfa að hvíla lykilmenn vegna villuvandræða. Snæfellingum voru mjög mislagðar hendur og virtist skorta neista til að eiga möguleika. Í þriðja leikhluta voru yfirburðir ÍR-inga augljósir og voru búnir að tryggja sér 81-60 forystu þegar honum lauk. Á þessum kafla leiksins var skotnýting ÍR í 3ja stiga skotum ótrúlega góð. Í raun var svo bara formsatriði að klára leikinn og lokatölur 102-77 fyrir ÍR. 

ÍR er að spila frábæran bolta eftir að Nate Brown kom aftur. Hann stýrir leik liðsins af miklu öryggi og gerir alla aðra leikmenn liðsins betri. Frábær leikmaður. Í gærkvöld var Sveinbjörn stigahæstur með 21 stig, Hreggviður setti 19 stig og reif 6 fráköst. Hann var í smá basli að skora undir körfunni (1 af 7) en fór þá að sjálfsögðu að taka skotin utar og setti niður 5 af 7 þriggja stiga skotum. Ómar var með enn einn stórleikinn, gerði 18 stig og tók 9 fráköst. Óli Sig var taustur með 12 stig og Eiríkur átti góða innkomu með 10 stig og er greinilega að hressast. Eins og áður sagði var Nate frábær með 8 stig, 7 fráköst og 10 stoðsendingar. Steinar hitti vel, Óli Þóris átti fína innkomu í lokin, Húni lét stóru menn Snæfells hafa fyrir hlutunum og Jakob stóð sig vel. 

Tölfræði leiksins 

Texti: www.ir-karfa.is

Myndir: Snorri Örn Arnaldsson, [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -