spot_img
HomeFréttirÍR meistari 2. deildar 10. flokks drengja

ÍR meistari 2. deildar 10. flokks drengja

ÍR varð um síðustu helgi meistari í 2. deild 10. flokks drengja eftir sigur gegn b liði Breiðabliks í úrslitaleik, 71-64. ÍR leiddi allan fyrri hálfleikinn, en góður þriðji leikhluti kom Breiðablik b í bílstjórasætið. ÍR-ingar voru svo sterkari á endasprettinum og höfðu að lokum sigur. Oliver Aron Andrason var valinn maður leiksins, en hann skilaði 16 stigum, 14 fráköstum, 7 stoðsendingum og 2 vörðum skotum.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af meistaraliðinu, en þjálfari þeirra er Sæþór Kristjánsson.

Mynd / KKÍ

Fréttir
- Auglýsing -