Keflavík og ÍR mættust í úrslitaleiknum í 10. flokki karla í Stykkishólmi. Eftir ágætis byrjun ÍR sem komust í 4-10 fóru Keflvíkingar að laga til í sínum herbúðum og náðu þeim 10-12 þetta gekk með agaðri leik og meiri barátta sett í fráköst og lausa bolta. Á mögnuðum lokasekúndum í fyrsta hluta komust Keflvíkingar yfir 17-14.
Hákon Örn og Ingvar Hrafn voru driffjaðrir ÍR manna sem voru að elta og höfðu skorað 12 og 10 stig í hálfleik. Keflvíkingar, með töffarann Arnór Sveinsson í broddi fylkingar voru að auka við forystu sína og voru yfir 35-25 í hálfleik. Arnór átti lokasprengjuna í fyrri hálfleik sem var „four point play“ þegar 2 sekúndur voru eftir smellti kappinn niður þriggja stiga skoti þremur metrum frá línu og brotið á honum í leiðinn og kláraði hann fjögur stig í þessari sókn og þá kominn með 12 stig. Næstur honum var Þorbjörn Arnmundsson með 10 stig og 6 fráköst.
ÍR voru búnir að bæta aðeins upp annan fjórðungin í þeim þriðja og unnu 5 stig til baka af forystu Keflavíkur 41-38 og héldu þeim í 6 stigum þann leikhlutann gegn sínum 11 stigum. Þeir héldu svo áfram og náðu muninum í þrjú stig 43-40. Áður en þriðji leikhluti var á enda voru ÍR búnir að jafna leikinn 46-46 og allt í járnum.
Skúli Kristjánsson hóf fjórða leikhluta á þrist fyrir ÍR sem komustu yfir 46-49 og bætti við fyrir þá í 48-51 og Keflavík misstu boltann klaufalega og óþvingað. Skúli var sannarlega „man of the minute“ í fjórða hluta þegar hann setti tvo þrista í röð kom ÍR í 48-62, lagði línuna að sigrinum og var búinn að skora 15 stig í hlutanum. Mikið þurfti að gerast til að Keflavík kæmu til baka með einhvern mótleik þegar 1:35 voru eftir og staðan 52-65. 63-76enduðu leikar og ÍR sigruðu með glæisbrag eftir að hafa lent undir og hvaðeina. Hákon Örn var maður leiksins með 31 stig og 12 fráköst hjá ÍR en honum næst var stórhetjan Skúli með 21 stig og tók liðið á herðar sér í fjórða fjórðung. Í liði Keflavíkur var Arnór Sveinsson með 24 stig og 6 fráköst.
Umfjöllun/ Símon B Hjaltalín



