spot_img
HomeFréttirÍR með sigur þrátt fyrir stórsigur Vals í frákastabaráttunni

ÍR með sigur þrátt fyrir stórsigur Vals í frákastabaráttunni

Valsmenn tóku á móti ÍR Domino´s deild karla í gær. Gestirnir úr Breiðholti fundu sinn þriðja sigur í röð en það var Hannes Birgir Hjálmarsson sem fylgdist með gangi mála í Vodafonehöllinni.
 
 
 
Leikurinn var jafn í fyrsta leikhluta, Valur fyrst með forystu en ÍR leiddi 18-19 eftir fyrsta leikhluta þar sem helst bar til tíðinda að Valur hafði náð 15 fráköstum (þar af 7 sóknar) en ekki náð að nýta sér það. Aðeins þrír leikmenn Vals skoruðu í fyrsta leikhluta. Nýting Valsmanna utan þriggjastiga línunnar var afleit aðeins 1 skot af 6 rataði ofaní. ÍR var sterkari aðilinn í öðrum leikhlutanum, Sveinbjörn Claessen fór í gang og skoraði 12 stig í leikhlutanum og Matthías Orri Sigurðsson er kominn með 9 stig og 7 stoðsendingar eftir annan leikhluta. Hjá Val hefur borið mest á Chris Woods og Birgi Birni sem eru báðir með 11 stig og 9 fráköst í hálfleik eftir að Birgir Björn setti flaustukörfu í lok hálfleiksins. ÍR leiðir 33-42 og vann þannig annan leikhluta 14-23.
 
Liðin skiptast á að skora í upphafi seinni hálfleiks en Matthías Orri smellir þremur þristum með stuttu millibili og ÍR nær 13 stiga forskoti 42-55 þegar 3.30 eru liðnar af örðum leikhluta. Valsmenn skora þá 7 stig í röð og munurinn 6 stig þegar 5.20 eru eftir. ÍR ingar ná að halda forskotinu í c.a. 10 stigum að jafnaði. Sveinbjörn Claessen og Nigel Moore fá sínar fjórðu villur á lokamínútum þriðja leikhluta. ÍR leiðir 61-68 fyrir lokaleikhlutann.
 
Valsmenn byrja lokafjórðunginn af krafti og hafa minnkað muninn í 4 stiga eftir eina mínútu 65-69 og síðan í 2 stig þegar 6.40 eru eftir af leiknum 69-71 og Hjalti Friðriksson kominn með 4 villur þannig að 4 leikmenn ÍR eru komnir með fjórar villur! Það kom þó ekki að sök og þeir náðu allir að klára leikinn með 4 villur en ÍR liðið spilaði 2-3 svæðisvörn í lokafjórðungnum og Valsliðið gerði sig sekt um að missa boltann allt of oft í lokaleikhlutanum og ÍR gengur á lagið og nær að bæta aftur við forskotið og innbyrða mikilvægan sigur 79-90. Á nokkra sekúndna kafla þegar Valsmenn áttu enn séns skorar Björgvin Hafþór Ríkarðsson körfu eftir að Valur missti boltann, stelur honum svo í næstu sókn Valsmanna og treður með tilþrifum. Valsliðið náði ekki að nýta sér villuvandræði lykilleikmanna ÍR í lokafjórðungnum og tapa 7 boltum á lokamínútum leiksins og alls tapar Valsliðið 20 boltum í eliknum á móti 11 hjá ÍR. Ótrúlegt er að sjá muninn í fráköstum: Valur með 51 frákast á móti 23 hjá íR! Valsliðið nær 21 sóknarfrákasti en nær ekki að nýta sér þennan mun vegna tapaðra bolta! Atkvæðamesti hjár Val voru Chris Woods með 31 stig og 17 fráköst og Birgir Björn Pétursson með 25 stig og 12 fráköst. Þá átti Oddur Ólafsson góða spretti og setti 14 stig. Hjá ÍR var Matthías Orri Sigurðsson með flottan leik, 24 stig og 8 stoðsendingar, Nigel Moore með 14 stig og 11 fráköst og Sveinbjörn Claessen með 21 stig.
 
 
Umfjöllun – Hannes Birgir Hjálmarsson
  
Fréttir
- Auglýsing -