spot_img
HomeFréttirÍR loksins aftur í úrslitakeppnina

ÍR loksins aftur í úrslitakeppnina

Lið: ÍR

Íslandsmeistaratitlar eftir úrslitakeppni: 0

Staða eftir deildarkeppni: 7. sæti

 

Mótherji í 8 liða úrslitum: Stjarnan

 

 

Innbyrðisviðureignir gegn Stjörnunni í vetur:

Líkt og önnur lið í þessum 8 liða úrslitum, þá skiptu ÍR og Stjarnan með sér sigrum í vetur. Fyrri leikurinn fór fram á Ásgarði snemma á tímabilinu þar sem ÍR var með unnin leik í hálfleik en tapaði honum á ævintýralegan hátt. Seinni leikurinn fór fram í Seljaskóla í byrjun árs þar sem breiðhyltingar voru einfaldlega stekari og unnu góðan sigur.  

 

Hvað þarf ÍR að gera til að komast í undanúrslit?

Liðið þarf að byrja á varnarleiknum. Finna leiðir til að gera hlutina erfiðari fyrir Hlyn og Shouse sérstaklega. Liðið býr yfir góðum varnarmönnum í Trausta, Danero Thomas og Daða Berg auk þess sem Quincy hefur styrk sem gæti nýst sérlega vel. Umfram allt þarf liðið að halda áfram gleðinni sem hefur verið í kringum liðið og setja ekki óþarfa pressu á sig. Ghetto Hooligans þurfa að halda áfram að sýna þann magnaða stuðning sem þeir hafa sýnt og þá er allt hægt. 

 

 

Hvað gæti farið úrskeiðis?

Flestir sjá þessa seríu fara í fimm leiki sem þýðir að oddaleikurinn fer fram í Ásgarði sem gæti reynst erfitt fyrir ÍR. Reynsluleysi leikmanna í úrslitakeppni gæti einnig orðið erfitt þegar á gólfið er komið og tapi ÍR fyrstu tveimur leikjunum svo gott sem illviðráðanlegt að koma aftur til baka. Það er síðan kannski furðulegt að tala um það sem eitthvað sem gæti farið úrskeiðis en Justin Shouse gæti mætt að fullum krafti í einvígið og þá eru gæðin í liði Stjörnunnar einfaldlega mun meiri. 

 

 

Lykilleikmaður:

Matthías Orri Sigurðarson hefur þroskast gríðarlega sem leikmaður í vetur og dregið ÍR-vagninn á einstakan hátt. Hann hefur sett liðið á herðarnar hvort sem það er til að skora sjálfur, stýra sóknarleiknum eða djöflast í vörninni. Matthías mun reynast liðinu mikilvægastur í úrslitakeppninni og algjör forsenda fyrir árangri er að hann finni sig. 

 

 

Fylgist með:

Hinn ungi Hákon Örn Hjálmarsson hefur komið fram á sjónarsviðið í vetur. Hann er með 7,3 stig og 2 fráköst að meðaltali í vetur en hann er 17 ára gamall. Hann býr yfir spennandi sóknarhæfileikum sem gæti reynst mikilvægt í seríu líkt og þessari þar sem lykilmenn gætu þurft að setja mikla orku í varnarleikinn. 

 

Spá hlustenda:

Fyrir síðasta þátt af Podcasti Karfan.is voru hlustendur beðnir um að spá fyrir um úrslit þessa einvígis. Flestir halda að einvígið fari í fimm leiki þar sem jafn margir setja atkvæði sitt á ÍR og Stjörnunna. Naumur meirihluti telur að Stjarnan vinni einvígið eða 53% gegn 47% sem segja ÍR hafa vinninginn. Þessar niðurstöður eru þær jöfnustu í könnun vikunnar og því hægt að gera ráð fyrir spennandi einvígi. 

 

 

Leikdagar í 8 liða úrslitum:

Leikur 1 16. mars kl. 19:15 Ásgarði – í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

Leikur 2 18. mars kl. 16:00 Seljaskóla  – í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

Leikur 3 22. mars kl. 19:15 Ásgarði – í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

 

Leikur 4 24. mars kl. 19:15 Seljaskóla  (ef þarf)

Leikur 5 26. mars kl. 19:15 Ásgarði (ef þarf)

 

Viðtöl: 

 

Fréttir
- Auglýsing -