spot_img
HomeFréttirÍR lætur Bartolotta fara – Jarvis meiddur

ÍR lætur Bartolotta fara – Jarvis meiddur

ÍR hefur látið bakvörðinn James Bartolotta fara frá félaginu en sú varð raunin eftir tap ÍR í Þorlákshöfn í Iceland Express deild karla að lokinni 13. umferð deildarinnar. Gunnar Sverrisson þjálfari ÍR staðfesti þetta við Karfan.is í dag.
Robert Jarvis lék svo ekki með ÍR gegn Þór en hann er meiddur á tá. ,,Vonandi verður Jarvis með á næstu tveimur vikum en það er afar ólíklegt að hann verði með gegn Grindavík á fimmtudag,“ sagði Gunnar.
 
Varðandi Bartolotta þá þótti leikmaðurinn ekki hafa staðið undir væntinum og sagði Gunnar að það verði skoðað síðar hvort annar leikmaður verði fenginn til félagsins til að fylla skarðið. Bartolotta hefur ekki náð sér á strik þetta tímabilið en hann heillaði marga með góðum leikjum hjá ÍR á síðastliðnu tímabili.
 
 
 
   
Fréttir
- Auglýsing -