spot_img
HomeFréttirÍR Íslandsmeistarar í 12. flokki karla

ÍR Íslandsmeistarar í 12. flokki karla

Lið ÍR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í 12. flokki karla fyrr í dag með 84-81 sigri á Blikum í Smáranum. ÍR unnu einvígið því 2-0.

Mikil barátta einkenndi leikinn, ÍR leiddi framan af en gott áhlaup Blika í þriðja leikhluta kom þeim yfir. ÍR náði aftur tökum á leiknum í byrjun 4 leikhluta og lönduðu á endanum góðum 84-81 sigri.

Friðrik Leó Curtis var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaseríunnar en hann var með 19,5 stig, 13,5 fráköst og 4,5 varin skot í leikjunum tveimur.

Fréttir
- Auglýsing -