spot_img
HomeFréttirÍR Íslandsmeistarar 2018

ÍR Íslandsmeistarar 2018

 

ÍR varð um helgina Íslandsmeistari í minnibolta 10 ára stúlkna. Lokamót flokksins var leikið á heimavelli Breiðabliks, í Smáranum í Kópavogi. Sigruðu þær það mót og stóðu því uppi sem Íslandsmeistarar að lokum.

 

ÍR gekk einkar vel í mótum vetrarins í flokknum, en þær fóru taplausar í gegnum tímabilið. Í öðru sæti varð Keflavík. B lið ÍR reyndar rétt missti af öðru sætinu, en því töpuðu þær á gullkörfu í leik gegn Keflavík.

 

Hér fyrir ofan má sjá mynd af liðinu eftir að sigurinn var í höfn, en á henni er með þeim þjálfari þeirra Brynjar Karl Sigurðsson.

 

Hérna má sjá úrslit frá mótinu

Fréttir
- Auglýsing -