Leik ÍR og Fsu sem fram fer í Iceland Express deild karla næstkomandi föstudagskvöld hefur verið færður úr Íþróttahúsi Kennaraháskólans í Seljaskóla. ÍR ingar munu því leika á sínum gamla heimavelli í þessum mikilvæga leik.
FSu er fallið nú þegar úr deildinni en hjá ÍR ingum hefur allt gengið á afturfótunum eftir áramót og liðið ekki unnið deildarleik. Sigur gegn FSu er því mjög mikilvægur og spurning hvort nýi leikmaðurinn, Robert Jarvis mun breyta einhverju og koma þeim á sigurbraut.
Leiðin liggur því í Seljaskóla á föstudagskvöldið en ekki Kennaraháskólann.
Mynd: Þorsteinn Eyþórsson



